Fjármálaleikar 2023

Ár hvert tekur 10.bekkur þátt í fjármálaleikunum, sem er árleg keppni í fjármálalæsi milli grunnskóla í Evrópu. Evrópsku bankasamtökin standa að keppninni þar sem fulltrúar um þrjátíu Evrópulanda taka þátt. Undankeppnir eru haldnar í hverju þátttökulandi  og á  Íslandi eru það Fjármálaleikarnir milli grunnskóla dagana 1. – 10. mars 2023. Nemendur í 10. bekk fá þá tækifæri til að taka þátt í Fjármálaleikunum og keppa í nafni síns skóla, en sá skóli sigrar sem fær hlutfallslega flest stig.  

 

Nesskóli lætur sig ekki vanta í þessa keppni og í ár lentum við í 8.sæti á landsvísu. Óskum við 10.bekk hjartanlega til hamingju með árangurinn.