Foreldrafélag Nesskóla

Miðvikudaginn 5 maí verður rafrænn aðalfundur foreldrafélags Nesskóla haldinn.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en auk þess mun Sigurður Sigurðsson verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT vera með erindið Börn, unglingar og samfélagsmiðlar. Foreldrar munu fá sendan póst frá skólanum með hlekk á fundinn.

Dagskrá fundarins:
20:00

Sigurður Sigurðsson verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Saft verður með erindið Börn, unglingar og samfélagsmiðlar
Í erindinu er farið yfir notkun barna og unglinga en á netinu en stór hluti félagslífs barna fer nú fram á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum. Fjallað er um helstu samfélagsmiðla og samskiptaleiðir barna og unglinga við vini og ókunnuga, myndbirtingar o.fl. Einnig verður farið yfir hvernig best sé fyrir foreldra að ræða við börn um hegðun og öryggi á netinu. Þegar erindinu er lokið gefst foreldrum tækifæri til að spyrja spurninga um allt sem viðkemur netnotkun og hegðun barna og ungmenna.
21:00 – 20:30: 

Örstutt og skemmtileg aðalfundarstörf

Kosning stjórnar og fleira skemmtilegt þar sem 2 stjórnameðlimir ætla að yfirgefa stjórnina, áhugasamir hafi endilega samband við formann stjórnar Siggu Möggu (Stjórn foreldrafélagsins)
Með von um góða mætingu;
Stjórn foreldrafélagsins