Margt og mikið búið að gerast í vikunni rétt eins og aðrar vikur. 10.VG kom heim frá Danmörk og fór beint sama morgun á fyrirlestur í Egilsbúð ásamt öðrum á unglingastigi sem heitir Fokk me fokk you. Fyrirlesturinn var fyrir mið- og unglingastig og var á misjöfnum tíma miðað við aldur. Fyrirlesturinn er um samskipti á samfélagsmiðlum og sjálfsímynd. Hægt er að lesa og skoða þeirra verk á facebook síðu þeirra hérna.
Í vikunni var einnig skólafærninámskeið fyrir foreldra 1.KSS. Það sem er svo skemmtilegt við skólafærninámskeiðið er að nemendur í heimilisfræðivali á unglingastigi sjá um mat og eftirrétt á námskeiðinu. Þá er hópnum skipt upp sumir mæta til að búa til matinn og græja allt fyrir kvöldið á meðan aðrir mæta og gera klárt um kvöldið. Hérna eru nokkrar myndir frá þeim undirbúning. Við viljum þakka þeim sem koma með fræðslu á námskeiðinu, kennurum, starfsfólki, foreldrum og unglingum sem koma að skipulagi.
Þorgrímur Þráinsson kom með fræðslu í 10.VG. Hitti þau í góðan klukkutíma eftir hádegi á miðvikudaginn. Mætti þó aðeins fyrr og borðaði með okkur hádegismat og ræddi við alla sem vildu ræða við hann um alskonar málefni.
Deildarstjórar og Karen skólastýra fóru á Farsældarlestina sem er kynning á barna- og fjölskyldustofu í þjónustu í þágu farsældar barna. Hægt er að kynna sér efnið hérna.
Í dag föstudag var BRAS dagur á vegum menningarstofu Fjarðabyggðar. Mættu hingað starfsfólk á þeirra vegum með smiðjur fyrir miðstig.
Yfirskrift BRAS menningarhátíðar barna og ungmenna í ár er hringurinn og nafn hátíðarinnar „Hringavitleysa“. Hringurinn, sem form, hefur hvorki upphaf né endi, allt fer í hringi, við fæðumst lifum og deyjum. Tíska, listir, jörðin, sólin og tunglið, hringrásarhagkerfi og svo margt fleira – fer í hringi og/eða hafa lögun hringsins. Nafnið er tilkomið af því að við ætlum að sletta ærlega úr klaufunum, hafa gleðina, sköpunarkraftinn og lífsviljann að vopni. Fylgjast má með öðru BRASi hér: www.bras.is // https://www.facebook.com/BRASAusturland
Hægt er að sjá myndir frá BRAS smiðjunum hérna.
Þar til næsta föstudag, eigið góða helgi og ánægjuríka viku.