Fréttir vikunar

Kötturinn Dobby vill virkilega taka þátt í skólastarfinu í Nesskóla og kíkir reglulega í heimsókn ti…
Kötturinn Dobby vill virkilega taka þátt í skólastarfinu í Nesskóla og kíkir reglulega í heimsókn til okkar.

Margt og mikið búið að gerast í vikunni rétt eins og aðrar vikur. 10.VG kom heim frá Danmörk og fór beint sama morgun á fyrirlestur í Egilsbúð ásamt öðrum á unglingastigi sem heitir Fokk me fokk you. Fyrirlesturinn var fyrir mið- og unglingastig og var á misjöfnum tíma miðað við aldur. Fyrirlesturinn er um samskipti á samfélagsmiðlum og sjálfsímynd. Hægt er að lesa og skoða þeirra verk á facebook síðu þeirra hérna

Í vikunni var einnig skólafærninámskeið  fyrir foreldra 1.KSS. Það sem er svo skemmtilegt við skólafærninámskeiðið er að nemendur í heimilisfræðivali á unglingastigi sjá um mat og eftirrétt á námskeiðinu. Þá er hópnum skipt upp sumir mæta til að búa til matinn og græja allt fyrir kvöldið á meðan aðrir mæta og gera klárt um kvöldið. Hérna eru nokkrar myndir frá þeim undirbúning. Við viljum þakka þeim sem koma með fræðslu á námskeiðinu, kennurum, starfsfólki,  foreldrum og unglingum sem koma að skipulagi.

Þorgrímur Þráinsson kom með fræðslu í 10.VG. Hitti þau í góðan klukkutíma eftir hádegi á miðvikudaginn. Mætti þó aðeins fyrr og borðaði með okkur hádegismat og ræddi við alla sem vildu ræða við hann um alskonar málefni. 

Deildarstjórar og Karen skólastýra fóru á Farsældarlestina sem er kynning á barna- og fjölskyldustofu í þjónustu í þágu farsældar barna. Hægt er að kynna sér efnið hérna.

Í dag föstudag var BRAS dagur á vegum menningarstofu Fjarðabyggðar. Mættu hingað starfsfólk á þeirra vegum með smiðjur fyrir miðstig. 

  1. Myndlistarsmiðjan „Að mála eins og Tryggvi“ þar sem farið verður yfir list Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns frá Norðfirði og málaðar myndir. Leiðbeinandi er Hreinn J. Stephensen myndlistarmaður og verkefnastjóri Menningarstofu.
  2. Leiklistarsmiðja. Leiðbeinandi Viktoría Blöndal, leikstjóri, ljóðskáld og hlaðvarpsstýra.
  3. Skapandi ritlistarsmiðja. Leiðbeinandi   Gígja Sara Björnsson, rithöfundur og meistaranemi í skapandi skrifum.

Yfirskrift BRAS menningarhátíðar barna og ungmenna í ár er hringurinn og nafn hátíðarinnar „Hringavitleysa“. Hringurinn, sem form, hefur hvorki upphaf né endi, allt fer í hringi, við fæðumst lifum og deyjum. Tíska, listir, jörðin, sólin og tunglið, hringrásarhagkerfi og svo margt fleira – fer í hringi og/eða hafa lögun hringsins.  Nafnið er tilkomið af því að við ætlum að sletta ærlega úr klaufunum, hafa gleðina, sköpunarkraftinn og lífsviljann að vopni. Fylgjast má með öðru BRASi hér: www.bras.is // https://www.facebook.com/BRASAusturland

Hægt er að sjá myndir frá BRAS smiðjunum hérna.

Þar til næsta föstudag, eigið góða helgi og ánægjuríka viku.