Fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar fyrir foreldra í 1. - 10. bekk

Miðvikudaginn 7.september kl. 17:00 mun Þorgrímur Þráinsson flytja fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu í matsal Nesskóla. Fyrirlesturinn fjallar um að bera ábyrgð á sjálfum sér, huga að litlu hlutunum daglega, setja sér markmið og vera flottur persónuleiki — hjálpa öðrum. Nemendur í 9.og 10. bekk fá að njóta fyrirlestursins í skólanum fyrr um daginn.

Foreldrum nemenda í 1. - 10. bekk er boðið á fyrirlesturinn sem tekur um 70 mínútur. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á miðvikudaginn.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur fyrir og eftir fyrirlesturinn.

Bestu kveðjur
Karen Ragnarsdóttir