Gönguferð unglingastigs

Árleg gönguferð unglingastigs var farin í gær, miðvikudag, göngunni er svona lýst á heimasíðu ferðafélagsins:

Gömul kaupstaðarleið í Breiðavíkurkaupstað á Útstekk. Héðan liggur leiðin upp i Op og þaðan fyrir Hellisfjörð yfir í Helgustaðaskarð. Gengið er niður austan við hið fallega gljúfur Helgustaðaár, niður á bílveg rétt innan við hina heimsþekktu silfurbergsnámu á Helgustöðum. Greiðfær leið með fögru útsýni og fjölbreyttri náttúru. 

Farið var með rútu upp á Oddsdal þar sem sólin tók á móti þeim. Hér má sjá myndir úr ferðinni. Upp úr þokunni í sólina