Gönguferð yngsta stigs

Yngsta stigið fór í gönguferð um Hólmanesið í lok ágúst. Við fórum úr rútunni við útsýnisstaðinn á Hólmahálsinum og gengum niður í skemmtilega fjöru á nesinu. Leiðin er stikuð og mjög þægileg ganga, jafnvel fyrir yngstu krakkana. Í fjörunni var þvílíka veðurblíðan og tímdum við varla að leggja af stað heim. Þarna eru bara flatar steinflögur og því auðvelt að æfa sig í að fleyta kerlingar. Gangan tilbaka tók um einn og hálfan tíma. Við gengum meðfram ströndinni, þar sem nýbúið er að útbúa góðan göngustíg. Það voru sælir en þreyttir krakkar sem komu út í skóla um hálf tvö. Segir Klara stigsstjóri yngsta stigs.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.