Gönguferðir

Fimmtudaginn 8. september fóru 56 krakkar af unglingastigi ásamt sex starfsmönnum í Stórurð. 

Rútuferðin lá um Hróarstungu vegna vegagerðaframkvæmda og þar gafst krökkunum kostur á að skoða nýtt umhverfi. 

 Við fórum Njarðvíkurleiðina í Stórurð og hófum göngu í lítilsháttar þokuslæðingi. 

 Brátt birti til og dagurinn varð allur hinn stórkostlegasti í sól og logni.

 Allir gengu alla leið, enginn meiddist og einstaka stórhugi skellti sér meira að segja út í ískalt vatnið.

Ógleymanlegur dagur.

 Stórurð 001Stórurð 002