Grænir frumkvöðlar framtíðarinnar

Þann 20. október sýndi N4 þáttinn Grænir frumkvöðlar framtíðarinnar sem Nesskóli tók þátt í . Tekið er viðtal við nemendur og kennaran þeirra hana Viktoríu Gilsdóttir. 

Fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar framtíðar fór af stað haustið 2021 í þremur grunnskólum; Nesskóla í Neskaupstað, Árskóla á Sauðárkróki og Grunnskóla Bolungarvíkur. Verkefnið snérist um áhrif loftslagsbreytinga á hafið, lífríki þess, efnahag og samfélög með áherslu á möguleg áhrif á landsbyggðirnar. Auk þess að vinna fjölbreytt verkefni og heimsækja sjávarútvegsfyrirtæki í heimabyggð, tóku nemendur þátt í nýsköpunarkeppnum þar sem tekist var á við umhverfisáskoranir. Þátttakendur í verkefninu voru auk skólanna þriggja, Matís, Djúpið Frumkvöðlasetur Bolungarvík, FabLab smiðjur Austurlands, Sauðárkróks og Ísafjarðar, ClimateKIC, Cambridge University og N4 .

Hægt er að sjá þáttinn hérna