Jólakveðja

Jólakveðja

Jólafrí nemenda og starfsfólks Nesskóla hófst fimmtudaginn 21. desember. Síðasti dagur haustannar endaði á Litlu jólunum sem heppnuðust glimrandi vel. Nemendur byrja í sínum stofum þar sem þau fá afhent jólakort frá jólasveininum. Svo fara vinabekkir saman í sal skólans og dansa í kringum jólatréð og jóladiskótek. Egill Jónsson, starfsmaður tónskóla Neskaupstaðar spilaði undir dansi og nemendur í 9.SJG stjórnuðu söng. Eftir dansinn var farið út að viðra sig í frímínútum. Haldin eru svo bekkjarjól þar til skóli var búin.  Alltaf virkilega hátíðleg stund rétt fyrir jólafríið.

Í desember heldur menningarstofa Fjarðabyggðar smásagnarkeppni, þar geta börn sent inn smásögu í keppnina. Í verðlaun eru vegleg bókaverðlaun. Í fyrra voru tveir nemendur Nesskóla sem unnu til verðlauna, þær Guðrún Eva og Emma Sólveig sem eru einnig systur. Í ár eru það þrír nemendur Nesskóla sem vinna til fyrstu verðlauna á hverju stigi fyrir sig. Þær Eva Fanney Sigurðardóttir í 2.GS á yngsta stigi, Emma Sólveig Loftsdóttir í 5.GJS á miðstigi og Guðrún Eva Loftsdóttir 8.SHÁ á unglingastigi. Eins og þið sjáið hafa þær systur aftur látið til sín taka í smásagnagerð. Óskum við öllum þrem nemendum innilega til hamingju með sigurinn og erum við í Nesskóla virkilega stolt af nemendum okkar fyrir frábæran Árangur. Hægt er að lesa fréttina frá menningarstofu Fjarðabyggðar hérna.

Mynd frá Fjarðabyggð

Óskum við öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu sem er að líða. Þökkum allt liðið og sjáumst hress miðvikudaginn 3. Janúar 2024.