Jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar

Í ár líkt og síðustu tvö ár efndi Menningarstofa Fjarðabyggðar til Jólasmásagnakeppni. Í fyrra áttum við nemanda í verðlaunasæti og í ár eigum við einnig verðlaunahafa í keppninni ekki bara einn heldu tvo, einn á yngsta stigi og hinn á miðstigi. Það er gaman að segja frá því að vinningshafarnir eru systur. Það eru þær 

Emma Sólveig Loftsdóttir í 4.GJS með söguna "Jólatréð sem kveið jólunum" í 1. sæti á yngsta stigi. Emma vann verðlaun í keppninni í fyrra og er þetta því annað árið í röð sem hún vinnur keppnina.

og 

Guðrún Eva Loftsdóttir í 7. HB með söguna "Piparkökukarlinn einstaki" í 2. sæti á miðstigi

Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með vinningin, hlökkum mikið til að lesa sögurnar þegar þær koma út milli jóla og nýárs á Facebooksíðu Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Hérna er svo linkur á fréttina frá Menningarstofu Fjarðabyggðar