Líf og fjör í Nesskóla

BRAS dagar

BRAS er menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

Miðstigið í Nesskóla fékk til sín gestakennara sem voru með skemmitlegar smiðjur í tilefni af BRAS. 
Það voru ritsmiðjur, sirkus smiðjur og útiskennsla. 
Þetta gekk mjög vel fyrir sig og voru allir ánægðir með daginn! 
 
List fyrir alla 

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. 

Að þessu sinni var sýndur dans og nemendum kennt að teikna hreyfinguna í dansinum. 

Handritasafn Árna Magnússonar

Tveir menn frá Árnastofnun komu til að fræða okkur um handritasafn, gildi þeirra og sögu. Þetta fannst nemendum mjög áhugavert og skemmtilegt. Við vorum í marga daga eftir á að ræða um handritasöfn og vinna með ýmsan fróðleik tengdum þeim. 

 

Þemadagar

Ekki má gleyma rúsínunni í pylsuendanum, þemadögunum okkar. 

Að þessu sinni var þemað okkar allra í Nesskóla: H.C Andersen. 

Yngsta stigið vann með sögurnar hans á skemmtilegan hátt: 

Útistöð þar sem nemendur fóru í úti zumba með lögum úr ævintýrum H.C. Andersen 

Puppet Pals þar sem nemendur bjuggu til sín ævintýri út frá ævintýrum H.C Andersen 

Hlustuðu á sögur eftir H.C. Andersen og lærðu nokkur dönsk orð 

og ýmislegt skemmtilegt

Miðstigið var með:

íþróttastöð, þar sem þau fóru í leik tengdum ævintýrum hans. 

Breakout stöð, þar sem þarf að reyna finna sem flestar vísbendingar um H.C. Andersen til að komast út áður en tíminn rennur út. 

Stuttmynda stöð, þar sem nemendur unnu með nýju fötin keisarans, byrjuðu söguna eins og hún er en breyttu síðan endinum á áhugaverðan hátt. 

Stop motion stöð, þar sem nemendur settu upp ævintýri eftir H.C. Andersen með legó köllum og teiknuðu dóti og hönnuðu sviðið sjálf, tóku síðan myndir og bjuggu þannig til sögu. 

Fræðslustöð, þar sem nemendur lærðu um H.C. Andersen og fóru síðan í Kahoot spurningaleikinn til að sjá hversu mikið þau hefðu lært.

 

Unglingastigið var með: 

Nýju fötin keisarans, Litla hafmeyjan, Svínahirðirinn, Litla stúlkan með eldspýturnar og Prinsessan á bauninni.
 Allir voru með kynningu á höfundi, það var búið til brúðuleikhús fyrir yngsta stig, búið til leikþátt og málverk þar sem þau sérhæfðu sig í einu ævintýri.  
 
 Einnig var farið í úrbótagöngu. En hver hópur gerði úttekt á öllu sem laga má í kaupstaðnum okkar. Skýrslan er til og var flutt á tvöföldum degi unglingastigs. 
 
Eins og sjá má hafa síðustu vikur verið fullar af skemmtilegum viðburðum hjá okkur sem endaði síðan með frábærri þemaviku!