Litlu jólin og jólafrí

Í næstu viku eru bara tveir dagar í skólanum svo er komið jólafrí. Á mánudaginn er veislumatur í skólanum og borðum við saman Baionskinku og meðlæti. 

Á þriðjudaginn eru svo litlu jólin en þá er starfsfólk búið að skipuleggja skemmtilega dagsá yfir daginn og er það mismunandi eftir stigum hvað er gert á þeim degi. En eitt er þó sameiginlegt og það er þegar við dönsum saman í kringum jólatréð og eigum notalega stund saman í salnum. Eftir jólaballið eru frímínútur og svo fara allir í sínar stofur og eiga saman bekkjarjól. Eftir daginn er svo vinasel hjá þeim sem eru skráð á það og svo jólafrí.