Litlu jólin og veðrið

Á morgun eru Litlu jólin og verður vel tekið á móti nemendum og eigum við eftir að eiga notalega stund saman. En aftur á móti þá spáir mjög vondu veðri á morgun og viljum við biðja ykkur um að fylgja börnunum í skólann og sækja þau þegar skóla líkur. Minnum við á að skólinn byrjar á hefðbundnum tíma kl 8:10 og er búin kl. 12:00 og opnar Vinasel fyrir krakka þá sem eru skráð á Vinasel, minni á skráningu sem send var út frá Vinaselinu.
Einnig minnum við á að þegar öllum er keyrt í skólann myndast mikil örtröð á bílastæðinu að neðan verðu og biðjum við ykkur um að koma inn á bílastæðið austan megin en keyra út af því vestan megin og keyra inneftir en ekki úteftir þegar keyrt er frá stæðinu þá ætti að koma jafnara flæði á svæðinu.
Verið vakandi fyrir gangandi vegfarendum sem verða vonandi fáir á morgun.
Meðfylgjandi er dagskrá morgundagsins ef hún hefur farið framhjá einhverjum :)
Annars óskum við ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til að hitta krakkana aftur þriðjudaginn 3. janúar 2023.