Lokaverkefni 10.bekkjar

Lokaverkefnin byggjast á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu og mismunandi formi.

Nemendur velja sér sjálfir það tjáningarform sem þeir telja henta verkefni þeirra best. 

    • bæklinga, vefi, líkön, myndverk, glærur, tónlist, leikverk, dans eða annað sem nemendum dettur í hug.

Ætlast er til að nemendur viði að sér heimildum úr ólíkum áttum, s.s. bókum, af veraldarvefnum, með viðtölum, vettvangsferðum o.s. frv.

  • Mat á verkefnunum er byggt á:

    • vinnumöppu/dagbók og viðfangsefni

    • kynningu á niðurstöðum 

  •  Við verkefnavinnuna er lögð áhersla á lykilhæfni nemenda: 

    • tjáning og miðlun

    • skapandi og gagnrýnin hugsun

    •  sjálfstæði og samvinna

    • nýting miðla og upplýsinga

    • ábyrgð og mat á eigin námi

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér þessi flottu verkefni að koma á kynningu í Nesskóla sem hefst kl 16:15 og er til 18:00 í húsnæði Nesskóla. Inngangur frá Skólavegi. Kynningar munu eiga sér stað í stofu 10.bekkjar á unglingagangi. 

Hér má sjá hver lokaverkefnin eru:

Rebekka, Rut, Hanna Sigga og Nadía
 Árgangur 2006

Patrekur, Örvar og Benedikt
 Boltafélag Norðfjarðar, 1996

Anna María og Ágústa
 Hjátrú

Arnar, Jakob, Einar og Sesar
 Dagur í lífi Arnars, ekki sönn saga

Halldóra Guðrún
 Andleg heilsa grunnskólanemenda

Hlynur
 Hlynur eldar

Amalía og Bryndís
 Nesskólapeysa, hugmynd

Alexander
 Sherlock Holmes

Sigvaldi og Heiðdís
 Fósturþroski