Námskeið fyrir foreldra barna með kvíða

Á heilsugæslunni í Neskaupstað verður boðið upp á námskeið fyrir foreldra barna með kvíða. Námskeiðið hefur það að markmiði að kenna foreldrum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og efla foreldra í að nota aðferðirnar með barninu sínu til að vinna á kvíða, efla hugrekki og sjálfstraust. Algeng kvíðaeinkenni sem börn sýna eru ótti við að sofa ein, labba ein úti, ótti við hunda eða ótti við að eitthvað komi fyrir foreldra sína. Slík óttaeinkenni geta aukist við náttúruhamfarir eins og snjóflóð og rýmingar.

Upplýsingar og skráning