Nemendur Nesskóla í næstu umferð MAKEathons Matís

Ármann Snær Heimisson, Kristófer Jökull Jóhannsson, Svanur Hafþórsson og Sölvi Hafþórsson í 8.bekk komust áfram í MAKEathon keppni og eru komnir í lokakeppnina og keppa nú á móti Bolungarvík og Ársskóla á Sauðárkróki. Þetta verkefni er á vegum MATÍS og tengist sjávarumhverfisfræði og nýsköpunarverkefni.

Verkefnið fól það í sér að nemendur í 8.bekk og/eða 9.bekk finndu sér eitthvað sem betur mætti fara í fiskiðnaðinum og finna lausn á því. Þau áttu síðan að búa til myndband (pitch) sem er einskonar kynning/auglýsing á hugmyndinni og að sjálfsögðu að koma með slagorð – „Endaður þetta með stæl“.

Hægt er að sjá mynbandið hér.