Nóvember fréttir... Eða allavega síðustu vikur nóvember.

Það er svo mikið búið að gerast síðustu vikur að pósturinn verður sennilega langur í þetta skipti. En við byrjum á degi íslenskrar tungu.....

Það er svo mikið búið að gerast síðustu vikur að pósturinn verður sennilega langur í þetta skipti. En við byrjum á degi íslenskrar tungu sem var haldin hátíðlegur fimmtudaginn 16. Nóvember, sem er einnig afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Var lesin upp texti eftir um og eftir Jónas Hallgrímsson og svo var tónskólinn með tónlistaratriði á milli upplestra. Virkilega falleg stund sem við áttum þennan morguninn. En dagur íslenskrar tungu markar einnig upphaf upplestrarkeppninnar sem haldin er ár hvert. Var því einnig tilefni að láta 8.SHÁ skila af sér keppninni í hendur 7.EHÁ sem sér um keppnina á þessu sDagur ísl tungu

Dagur ísl tungu

Við fengum Jónu bæjarstýru í heimsókn í skólann. Byrjaði hún að horfa á sal já 2.GS. Þau sýndu okkur hvað þau eru búin að vera að læra eins og samheiti og andheiti. Tóku síðan smá dans í lokinn.

2.GS salur

2.GS salur

Bæjarstýra

Bæjarstýran hélt síðan áfram för sinni og heimsótti alla bekki á mið- og unglingastigi og ræddi um hvað fólk sem vinnur hjá bænum gerir ásamt að forvitnast um hvað krakkarnir voru að gera í skólanum. Unglingastigið var t.d. í Naglasúpu sem er samþætting á unglingastigi. Þar voru nemendur að finna sér bíl og finna út hvað það kostar að eiga bíl frá því hann er keyptur og þar til þú selur hann aftur. Nemendur gátu þá fundið út hvort það borgaði sig að eiga draumabílinn eða hvort það ætti að skoða einhverja aðra kosti. Þökkum við Jónu fyrir heimsóknina.

Bæjarstýra

Sigrún Júlía og Þórfríður Soffía fóru til New York á UTís ráðstefnu. Fóru þær í nokkrar heimsóknir bæði í skóla og fyrirtæki. Einn skólinn sem Þórfríður fór í, Studio School, var með virkilega skemmtilegt verkefni þar sem var verið að skoða sand alstaðar að úr heiminum. Eftir þá heimsókn ákvað einn starfsmaður í Gerðaskóla á Suðurnesjunum að ath hvort hún gæti fengið sand alstaðar að á Íslandi til að vita hvort það væri munur á sandinum á milli landshluta. 2.GS er í reglulegri útikennslu og fékk Þórfríður þau í þetta frábæra verkefni að fara í Kajakfjöruna og setja sand í dall, fara með hann á pósthúsið og senda á Gerðaskóla. Þau ákváðu að senda sitthvorn pokann með sandi einn sem er tekin neðarlega í fjörunni og annan sem er tekin ofar í fjörunni. Hlökkum við mikið til að fá að heyra niðurstöður frá Freydísi í Gerðaskóla.

2.GS sandur

2.GS sandur

2.GS Pósthús

Slökkviliðið kom í heimsókn í 3.ÞEH og kynnti þeim fyrir Loga og Glóð, og gáfu þeim bæði endurskinsmerki og bækling. Taka þau þátt í getraun sem þau skila svo inn og einhver heppinn vinnur eitthvað skemmtilegt. Sýndi slökkviliðið einnig hvernig það er að vera í fullum galla að fara inn í brennandi hús. Var virkilega spennandi að sjá það. Þökkum við slökkviliði Fjarðabyggðar fyrir heimsóknina.

Í dag var svo 1.desember og flestir voru í einhverju rauðu í tilefni dagsins. Var gaman að sjá yfir salinn í hádeginu hvað hann var rauður og jólalegur. Endum við fréttirnar á myndum frá matartíma hjá yngsta stigi og þar sem 1.KSS fór í heimsókn til 2.GS eftir hádegið og áttu notalega stund saman með spilum, litum og jólatónlist. Minnum við ykkur einnig á tendrun jólatrésins á sunnudaginn kl.16:00 og jólaföndur foreldrafélagsins á mánudaginn kl. 16:30 – 18:30.

Rauður dagur

Samvera