Öðruvísi öskudagur

Við í Nesskóla þurftum að laga okkur að breyttu landslagi vegna Covi19 og halda öskudaginn með breyttu sniði.

Haft var samband við fyrirtækin í bænum og voru allir til í að taka þátt í því að koma namminu á staðinn til okkar. 

Stigin ákváðu svo að gera ýmislegt skemmtilegt með krökkunum í tilefni dagsins og gekk það framar öllum vonum! 

Yngsta stigið fór niður á leikskóla og sungu nokkur lög þar og vinkuðu litlu krökkunum. Síðan var farið upp á HSA og sungin nokkur lög þar.  Þá var farið og spriklað í íþróttahúsinu, farið í Ásadans, spila og boltaleiki þegar í skólann var komið var farið í osmo, just dance og horft á mynd. Krakkarnir fengu að borða popp og drekka safa með en allt nammið fer heim og verður vonandi ekki borðað fyrr en um helgi	</div>
		<div class= Til baka