Pangea

Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk og var keppnin haldin á Íslandi í sjötta skipti nú í vor. Keppnin skiptist í þrennt en fyrstu tvær umferðirnar fara fram í grunnskólunum sjálfum.

U.þ.b. helmingur þátttakenda kemst áfram í 2. Umferð og loks komast þeir efstu úr hvorum árgangi áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Menntaskólanum í Hamrahlíð. 

Ármann Snær Heimisson og Svanur Hafþórsson komust í úrslit í Nesskóla og kepptu þeir þann 15. apríl.

Svanur endaði í 15. sæti og Ármann í 23. en það voru rúmlega 70 nemendur í úrslitum

Skólinn er mjög stoltur af þessum strákum og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

 

Pangea

Á myndinni eru Ármann Snær til vinstri og Svanur til hægri