Valgreinar í VA ennþá í boði fyrir elsta stig grunnskólanna í Fjarðabyggð

Skólarnir okkar í Fjarðabyggð eru að vinna að svo mörgum flottum verkefnum og eitt þeirra er samþættingin í valgreinum við Verkmenntaskólann fyrir nemendur á elsta stigi. Ásmundur Einar Daðason kom í gær til að undirrita viljayfirlýsingu um samþættinguna til næstu þriggja ára. Í leiðinni kynnti hann sér skólastarfið víða í sveitarfélaginu og átti gott samtal við starfsfólk.