Skíðaferð á morgun - Áríðandi

Vegna versnandi veðurspár og samráð við Rútufyrirtæki og starfsmenn skíðamiðstöðvarinnar var ákveðið að fresta skíðaferðinni. Við ætlum að reyna aftur eftir páska. Eins og við vitum þá er nestið mest spennandi í svona ferð og ekki viljum við að þau missi af því. Svo skíðanestið er velkomið í skólann á morgun á venjulegan skóladag.