Skólahald mánudaginn 26.september 2022

Á morgun mánudaginn, 26. september, er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum, vegna hvassviðris. Ekki er þó talin þörf á að loka leik- og grunnskólum en foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum með morgni og meta hvort þeir sendi börnin í skóla. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla.
Það er alfarið mat foreldra hvort þeir mæti með barnið/börn í skólann og tilkynna okkur ef þau mæta ekki.
Sjá frétt á síðu Fjarðabyggðar: https://www.fjardabyggd.is/nanar/skolahald-i-fjardabyggd-269
Kær kveðja
skólastjórar Nesskóla