Skólahald þriðjudaginn 11. apríl

Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta skólahaldi þriðjudaginn 11. apríl til kl 10:00. Er þetta gert svo kennarar og starfsmenn fái svigrúm með fagaðilum til að undirbúa komu nemenda á viðeigandi hátt eftir nýliðna atburði.

Vinaselið verður opið frá kl 08:10 fyrir nemendur í 1. - 4. bekk og geta foreldrar sem á því þurfa að halda nýtt sér það.

Okkur er umhugað um að veita nemendum sem besta umönnun í ljósi nýliðinna atburða og mun okkur takast það enn betur með því að fá viðeigandi fræðslu frá fagaðilum.

Við vonum að foreldrar sýni þessari ákvörðun skólans skilning.