Skólasetning 2020

Það styttist í skólabyrjun nýs skólaárs, 2020 - 2021. Skólasetning Nesskóla verður fimmtudaginn 20. ágúst. Eins og staðan er í dag er ekki alveg ljóst með hvaða fyrirkomulagi skólasetningin verður en ljóst er að fyrirkomulagið verður með óhefðbundnum hætti, nánari upplýsingar munu birtast hér á síðunni í byrjun næstu viku.

Í haust hefja vel á þriðja tug spenntra 1. bekkinga nám hjá okkur. Umsjónarkennarar þeirra verða þær Fanney Halldóra Kristjánsdóttir og Guðrún Jónína Sveinsdóttir. Þær munu senda foreldrum og öðrum forráðamönnum póst í upphafi næstu viku um nánara fyrirkomulag á skólabyrjunarinnar.