Skólasetning skólaárið 2021 - 2022

Skólasetning nemenda í Nesskóla er mánudaginn 23.ágúst sem hér segir:
 
09:00-10:00 Nemendur í 2.- 4.bekk.
 
10:00-11:00 Nemendur í 5.-7.bekk.
 
11:00-12:00 Nemendur í 8.- 10.bekk.
 
Nemendur og foreldrar koma á sal þar sem skólastjóri setur skólaárið formlega. Nemendur fara svo með umsjónarkennara sínum í heimastofur þar sem farið verður yfir dagskrá vetrarins og stundaskrár afhentar. Foreldrar sitja eftir og fá smá kynningu frá skólastjóra.
 
Umsjónarkennarari 1.bekk hefur sent út bréf til foreldra/forráðamenn og boðað í viðtal.
 
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24.ágúst.
 
Allir foreldrar/forráðamenn er skyldugir að vera með grímur og passa upp á eigin sóttvarnir innan skólahúsnæðis.