Skólasetning skólarárið 2022-2023

Góðan dag kæru foreldrar og forráðamenn,

Vegna viðhaldsframkvæmda  sem dregist hafa verður seinkun á skólasetningu Nesskóla. Í stað skólasetningar sem fyrirhuguð var á mánudag verður skólinn settur miðvikudaginn 24. ágúst kl 11:00.
Miðvikudaginn 24.ágúst mun Vinasel verða opið fyrir skráða nemendur að lokinni skólasetningu.

Til að koma til móts við þá foreldra/forráðamenn barna í 1-2.bekk, ásamt börnum með sérþarfir í 3.-4.bekk, sem ekki hafa tök á að hafa börn sín heima  þriðjudaginn 23.ágúst verður boðið upp á Vinasel á leikskólanum Eyrarvöllum frá kl: 8:00 - 16:00 og á miðvikudagsmorgni 24.ágúst frá 8:00 - 11:00 (börnum verður fylgt á skólasetningu).
Skráning í það er hér. Best er ef skráning liggur fyrir kl 16:00 á föstudag.

Beðist er velvirðingar á þessum breytingum á dagsetningu skólasetningar sem tilkomnar eru vegna áðurnefndra viðhaldsframkvæmda.

Fyrir helgina verða bréf borin út til foreldra/forráðamanna barna í 1. bekk þar sem þau eru boðuð í viðtal með umsjónarkennara 24. ágúst næstkomandi.

Bestu kveðjur
Starfsfólk Nesskóla.