Sprettur - snemmtæk íhlutun

Sprettur er teymi foreldra og fagfólks sem vinnur saman að því að bæta líðan og aðstæður barns. Markmið með starfi teymisins er að einfalda og flýta fyrir aðstoð til nemenda og foreldra, samhliða því að vera stuðningur fyrir starfsfólk skóla og samhæfa aðgerðir. Fagfólkið kemur m.a. frá skólum sveitarfélagsins, fjölskyldusviði Fjarðabyggðar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Skólaskrifstofu Austurlands.Teymið vinnur með foreldrum, kennurum og skólahjúkrunarfræðingum. Teymið hefur viðveru á Eyrarvöllum tvisvar í mánuði.

Hér er kynningarbæklingur um Sprett.