Stóra upplestrarkeppninn á Austurlandi.

Keppendur og varamenn Nesskóla ásamt kennurum sínum, Óskari Ágústi Þorsteinssyni og Höskuldi Björgúl…
Keppendur og varamenn Nesskóla ásamt kennurum sínum, Óskari Ágústi Þorsteinssyni og Höskuldi Björgúlfssyni

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í dag, mánudaginn 24.apríl 2023. Nesskóli sendi þrjá keppendur og þrjá varamenn til Eskifjarðar með kennurum sínum. Voru keppendur frá öllum grunnskólum Fjarðabyggðar, eða alls 10 keppendur. Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Jóna Árný Þórðardóttir, var með ávarp. Þóroddur Helgason sá um dagskránna og kynningu á skáldum keppninnar. Jón Knútur Ásmundsson var með ávarp og las úr ljóðabók sinni Stím og veitti viðurkenningu til keppenda ásam Björg Þorvaldsdóttur. En keppendur fengu viðurkenningu, rós og eintak af bókinni Stím.  Dómnefndina skipuðu Jarþrúður Ólafsdóttir, Berglind Ósk Guðgeirsdóttir og Sigurbjörn Marinósson og var það Jarþrúður sem veitti verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Tónlistaratriði voru frá nemendum tónskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, voru það María Dögg Valsdóttir sem spilaði á píanó og Adríana Íris Hrannarsdóttir og Iðunn Elísa Jónssdóttir sem voru með samspil á píanó. Nemendur Nesskóla stóðu sig öll vel og erum við ákaflega stolt og ánægð með okkar framistöðu í keppninni. Keppendur frá okkur voru Styrmir Snorrason, Fanney Ósk Sveinbjörnsdóttir og Einar Snær V. Sigurbrandsson og varamenn Sif Herbertsdóttir Zoéga, Elmar Nóni Hafliðason og Guðrún Eva Loftsdóttir. En það er nú þannig í svona keppni að það standa einhverjir uppi sem sigurvegarar og áttum við í ár keppanda í fyrsta sæti. Það var hann Styrmir Snorrason sem bar sigur úr bítum og var hann vel að sigrinum kominn. Ásamt honum voru það Hekla Bjartey Davíðsdóttir, Eskifjarðarskóla, í öðru sæti og Sólný Petra Þorradóttir, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, í þriðja sæti. Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju með þennan árangur. 

Keppendur

Fanney, Einar og Styrmir

Sigurvegarar

Hekla, Styrmir og Sólný

Allir

Allir keppendur 

Styrmir

Styrmir Snorrason

Fanney

Fanney Ósk

Einar

Einar Snær

Styrmir

Styrmir

Varamenn

Varamenn, Sif, Guðrún Eva og Elmar Nóni

Okkar keppendur

Einar, Styrmir og Fanney