Þemadagar og bleikur dagur

Allir að gera klárt
Allir að gera klárt

Frábærum þemadögum lokið í Nesskóla þar sem stigin völdu sér þema. 

Yngsta stigið lagði áherslu á barnasáttmálann, tækni og sköpun. Þar var að finna stöðvar eins og tækni með sphero og osmo, pödduleik þar sem nemendur eiga að henda bolta í pöddur sem eru á skjánum og ef þeir hitta, hverfa þær. Þar voru líka saumaðar friðardúfur, búinn til hnöttur og farið í jóga.                                                       

 

Miðstigið lagði áherslu á náttúruvernd og nýsköpun, þar voru að finna stöðvar eins og eðlisfræði þar sem nemendur áttu að reyna skjóta eldflaug eins langt og þau gætu, efnafræði þar sem nemendur voru að mæla ph gildin í ýmsum vökvum, hreyfistöð því það þarf að sjálfsögðu að hreyfa sig líka, Seesaw stöð sem er forrit í spjaldtölvum þar sem nemendur unnu sögur með því að teikna, skrifa, tala inn á. Þau unnu líka stuttmyndir um náttúruvernd, bjuggu til listaverk úr endurvinnanlegu rusli og fengu þau að taka listaverkin með sér heim í dag. 

Á fimmtudaginn var uppskeruhátíð og þá fóru yngsta- og miðstigi í blandaða hópa frá 1. - 7. bekk. Þar stjórnuðu nemendur í 7. bekk leikjunum og kennarar voru til aðstoðar. Þemadagarnir og leikinir gengu glimrandi vel og síðan gæddum við okkur á vöfflum í lokin. 

Unglingastigið var að vinna með náttúruhamfarir og hjálparstarf. Stöðvarnar voru sex og voru miðaðar af óskum nemenda. Þar var í boði hreyfing, Breakout þar sem nemendur bjuggu til leikinn sjálfir, búin til stuttmynd um Rauða krossinn, Björgunarsveitir, Hjálpræðisherinn, Flóttamannabúðir, SOS hjálparstarfið. Það var unnið með náttúruhamfarir og búin til líkön, samdar sögur eða hvaðeina sem nemendur datt í hug að tengja við, málað var stórt og fallegt listaverk sem þau tengdu við sína sýn af fullkomnum heimi. 

Á fimmtudaginn var uppskeruhátíð þar sem unglingastigið fór í breakout, hlýttu á fræðsluerindi, horfðu á fræðslumyndbönd, dáðust að líkönu, og málverkum, borðuðu popp og skemmtu sér vel. 

 Þökkum fyrir frábæra þemadaga! 

Starfsfólk Nesskóla