Útskrift 10. bekkjar

10. VG 2023 - 2024
10. VG 2023 - 2024

Í gær 3. júní var útskrift 10. bekkjar úr Nesskóla. Var haldin falleg athöfn þar sem nemendur rifjuðu upp ár sín í Nesskóla ásamt tónlistaratriðum. Einnig hélt aðstoðarskólastjóri ræðu fyrir hönd skólans og umsjónakennari, Viktoría Gilsdóttir, hélt ræðu fyrir sína hönd og annara umsjónakennara sem fylgdu þeim þessi 10 ár í Nesskóla. 

10.VG gerði kynningarmyndband um vettvangsnám Nesskóla. Virkilega vel gert myndband hjá þeim sem sýnir mikilvægi þessa þáttar í þeirra námi. Nemendur kynnast atvinnutækifærum í bæjarfélaginu sem opnar augu þeirra fyrir fjölbreyttum möguleikum í atvinnulífii bæjarins. Vettvangsnámið hefur oft greitt götu þeirra og opnað og skapað þeim atvinnutækifæri þar sem þeim hefur verið boðin vinna í kjölfar vettvangsnámsins. Auk þess kynnast þau fjölbreyttum vinnustöðum sem þau annars hefðu aldrei stigið fæti sínum inn í.

Hægt er að sjá myndbandið hérna:

Burtséð frá þessu verkefni þá verður mikill söknuður af árgangi 2008, eins og alltaf þegar 10. bekkingar eru útskrifaðir. Árgangur 2008 er hugmyndaríkur, dugleg og orkumikil. Fljót að bregðast við ef beðið var um aðstoð og lausnamiðuð þegar á þarf að halda. 

Óskum við útskriftarnemum okkar alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.