Vikupóstur viku 42

Hópmynd af 9.SJG ásamt krökkunum sem taka þátt í verkefninu í Frakklandi. Myndin er tekin í Loches m…
Hópmynd af 9.SJG ásamt krökkunum sem taka þátt í verkefninu í Frakklandi. Myndin er tekin í Loches með einn af kastalanum í baksýn.

Vikan sem leið var sennilega viðburðaríkust fyrir 9.SJG sem fór til Châteauroux í Frakklandi í Erasmusferð 13. – 21. október. Nesskóli hefur tekið þátt í Erasmusverkefnum síðan haustið 2017 en það haust fór fyrsti hópur Nesskóla til Eistlands. En árið 2020 fékk Nesskóli aðildarsamning við Erasmus þar til árið 2027 og þangað til þá sinnum við verkefnum Erasmus+. Er þetta í annað skipti sem við förum með heilan bekk út fyrir landsteinana í Evrópuverkefni en fyrir höfum við bara farið með litla hópa  í stærri verkefni.

Verkefnið með frökkunum heitir “SAVE schools action and voices for the environment” og er hugsað til þess að vekja okkur til umhugsunar um náttúruna og líffverur sem í henni eru. Hægt er að fylgjast með verkefninu á þessari heimasíðu sem er þó á byrjunarstigi en verður fullkláruð í vor þegar verkefninu líkur.

Lagði árgangur 2009 af stað frá Egilsstöðum föstudaginn 13.október og var fyrsti viðkomustaður Reykjavík, gistum við á B14 Hostel, sem er frábært staður fyrir hópa. Gátum við gist þar alveg ein og óáreitt. En stoppið var stutt enda kom rúta að sækja okkur kl. 04:00 til að keyra okkur til Keflavíkur. Við vorum komin til París um hádegi en þá átti eftir að koma okkur að hótelinu, sem var í raun eini stressvaldurinn í ferðinni því við áttum að taka lest niður í bæ og þaðan á hótelið. En við vorum frekar seint á ferðinni því að það týndist ein taska á leiðinni á milli landa og við vorum frekar lengi að átta okkur á því hvar ætti að kaupa miða og hvar lestarstöðin væri og er Frakkland ekki beint besti staðurinn tungumálalega séð til að ætla að “redda sér”. En það fór þannig að Þórfríður var orðin óþolinmóð að komast niður í París (áttum ekki langan tíma þar til að skoða þar sem dagurinn sem átti að fara í góða skoðunarferð var stytt útaf lestarmiðum en það er önnur saga) þannig að hún fór út og talaði við einhvern leigubílstjóra, bara til að fá að vita verðið frá flugvelli að hóteli, það fór þannig að við sömdum um að fá verðið á leigubílum á sama verði og í lestina á mann. Voru þetta mestu gleðifréttir þann daginn.

París er alveg æðisleg borg og hefðum við svo sannarlega viljað eyða meiri tíma þar en við gerðum, við gerðum þó gott úr þessu og skoðuðum Eiffelturninn og náðum ca. 40 mínútum í verslunarmiðstöð og að borða. Daginn eftir, sunnudaginn 15.október áttum við pantaða tveggja tíma einkabílferð með leiðsögn um París þar sem við fræddumst um helstu staði borgarinnar og sögulega viðburði. Mælum við svo sannarlega með þannig ferð. Rútan keyrði okkur svo á lestarstöðina svo við kæmumst til Châteauroux.

Í Châteauroux tóku kennarar verkefnisins á móti okkur ásamt fjölskyldum sem voru svo yndisleg að taka að sér okkar nemendum. Opnuðu heimili sín fyrir þeim og sinntu þeim eins vel og hægt var. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið erfitt fyrir okkar nemendur þar sem bæði að vera að gista á heimili þar sem þú þekkir engan þá eru frakkar, þá sérstaklega þeir sem búa út fyrir París, ekki sterk í ensku og tala hana nánast ekki neitt. En okkar krakkar stóðu sig eins og hetjur og æfðu sig í að nota internetið sér til stuðnings.

Verkefni vikunnar voru:

Mánudagur: Kynnast krökkunum og skólanum, Bithalon og búa til logo sem sameinar Frakkland, Ísland og verkefnið okkar.

Þriðjudagur: Heimsóttum bæinn Loches. Þar eru kastalar frá því á 11.öld og eiga sér mikla sögu. Þar á meðal er minnst á ævi Jóhönnu af Örk sem tengist í kastalana, Anne of Brittany sem var drottning Frakklands á tímum Charles VIII og seinna Louis XII. Áhugaverðast var þó mynd í kastalanum sem var af Maríu Mey og Jesúsbarninu en andilt Maríu var andlit heitkonu Charles VII konung Frakklands 1422 - 1461, Agnés Sorel. Hægt er að lesa um þá konu hérna og sjá myndina.

Miðvikudagur: La Haute Touche sem er dýragarður þar sem dýrin fá að vera eins frjáls og hægt er. Er meira eins og dýra athvarf. Þar eru dýr sem eru í útrýmingarhættu og dýr sem er verið að reyna halda við í Frakklandi eins og franskar skjaladbökur. Bæði það að dýrin hafa gott pláss fyrir sig til að hreyfa sig þá er ekki verið að halda þeim of lengi í garðinum ef þess þarf ekki, þau hleypa þeim aftur út í náttúruna ef hægt er. Dýrunum virtist líða vel og vel til haldin. Einnig er hluti starfsfólksins sem vinnur þarna einstaklingar sem eiga erfitt með að fá almenna vinnu eins og fólk með einhverskonar fatanir eða geðraskanir. Virkilega flott vinna sem verið er að vinna í þessum garði. Tengdist þetta verkefninu okkar mjög vel að því leiti að þetta er partur af því að bjarga dýrum í útrýmingarhættu og hvað við getum gert til að aðstoða. Hægt er að skoða dýragarðinn hérna.

Fimmtudagur: Fórum í ratleik um útivistargarð í Châteauroux og annan í bænum til að fræðast um helstu kennileiti staðarins. Garðurinn tengdist verkefninu afþví að hann er partur af því að bærinn er talinn vera grænn bær. Garðurinn umlykur einn hluta bæjarins og er stórt og mikið útivistarsvæði, eða um 6 km. Þarna eru leiktæki, göngustígar, íþróttatæki, dýralíf, tjarnir, ár og lækir. Annað sem gerir bæinn grænan er sá strætó er ókeypis í bænum sem gerir það að verkum að fólk notar frekar almenningssamgöngur frekar enn bílana sína sem minnkar mengun bíla í andrúmsloftið.

Föstudagur: Ferðuðumst alla leið til Íslands. Vöknuðum eldsnemma í Châteauroux en fórum að sofa á B14 Hostel í Skeifunni. Það var seinkun á flugi til Íslands svo við náðum ekki eins miklum frjálsum tíma í Reykjavík eins og til stóð en allir fóru spenntir að sofa því á laugardagsmorgni kom rúta að sækja okkur og keyrði okkur á Reykjavíkurflugvöll þar sem flestir flugu aftur heim í faðm fjölskylunnar eftir góða ferð til Frakklands.

Hægt er að skoða Highlights á Instagramreikning skólans til að sjá myndir frá verkefninu.

Á meðan 9.SJG var í Frakklandi þá voru aðrir bekkir sem mættu í skólann og lífið gekk sinn vanagang. Föstudaginn 20. október var haldið upp á bleikadaginn þar sem allir voru í einhverju bleiku til að sýna stuðning fyrir konur sem hafa greins með krabbamein, hægt er að fræðast meira um bleika daginn hérna. Að lokum langar okkur að minna á Jól í skókassa, laugardaginn 28.október verður hægt að skila inn kassa til kirkjunnar milli 9:00 – 10:00 sem verður svo komið á réttan áfangastað. Hægt er að sjá meira um viðburðin og tilgang Jól í skókassa hérna.

Annars minnum við á að það er vetrarfrí í skólanum 23. – 25. október og sjáum við krakkana næst fimmtudaginn 26.október.