Fréttir

SKÓLAHALD MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI Á MORGUN MÁNUDAG, 7.FEBRÚAR

Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð í fyrramálið.
Lesa meira

Samskiptadagur 28.janúar fellur niður

Samskiptdagur sem átti að vera 28.janúar mun færast til 22.mars. Fimmtudagurinn 28.janúar verður því bara með eðlilegu móti.
Lesa meira

ATH sýnataka í Neskaupstað

Hérna má sjá tíma í sýnatöku sem verður í Neskaupstað um helgina. ATH þið verðið að bóka sýnatöku á Reyðarfirði en farið í sýnatöku í Neskaupstað. Björgunarsveitahúsi Gerpis laugardag 9:00 - 10:00 og sunnudag kl. 9:00 - 10:00
Lesa meira

Þriðjudagurinn 18.janúar

1.-7.bekkur í skólanum.
Lesa meira

Takmarkað skólastarf mánudaginn 17.janúar

Á morgun, mánudaginn 17.janúar verður kennsla með takmörkunum í Nesskóla vegna sóttkvíar og einangrunar starfsmanna og nemenda.
Lesa meira

Skólalokun 14.janúar 2022

Talsverður fjöldi smita af völdum COVID-19 hafa greinst á Austurlandi undanfarið og síðustu tvo sólarhringa hafa bæst við um 30 ný smit á svæðinu. Staðan í faraldrinum er því orðin verulega þung og farin að reyna á víða í samfélaginu hér á Austurlandi. Þá hafa smit áhrif á starfsemi og mönnun í heilbrigðiskerfinu þar sem má lítið út af bregða til þess að þjónusta skerðist verulega. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða til að létta þar á og minnka útbreiðslu smita og veikindum því tengdu.
Lesa meira

Aðgangur inn í skólann

https://docs.google.com/presentation/d/e/2PACX-1vRLTim0x7nRJXAHV-au-bIVRdNajFk20tayoX7Cdg8FXbNUkBX3J9j-SSHGpaOZnHDLsgms_fMF1bDG/pub?start=true&loop=true&delayms=5000
Lesa meira

Komum í veg fyrir matarsóun

Til að sporna við matarsóun viljum við að nemendur skrái sig í hádegismat þann 17.desember. Nemendur í 5.-10. bekk býðst að fara í hádegismat á sínum tíma eða fara heim kl 11:40. Ef nemendur vilja borða hádegismat á að skrá sig hér fyrir neðan. Með því að fylla inn eyðublaðið er nemandinn að skrá sig í mat. Í matinn er: Rjómalöguð blómkálssúpa og smurt brauð með malakoffi
Lesa meira

Breytingar á samkomutakmörkunum

Í ljósi breyttra samkomutakmarkanna hvetjum við alla foreldrar og aðra aðstandendur að lesa vel fréttabréf sem einnig var sent út í pósti.
Lesa meira