Reglur Nesskóla varðandi hjólanotkun eru:
- Nemanda er heimilt að koma einn á reiðhjóli frá og með vori í 2. bekk.
- Áður en þeim aldri er náð skal nemandi koma hjólandi í fylgd með fullorðnum í og úr skóla.
- Það er mjög mikilvægt að gengið sé frá hjólum í hjólagrindur við skólann. Vakin er athygli á hjólagrindum við íþróttahús, þar sem gott er að geyma hjólin.
- Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað.
- Það er skylda nemenda að koma með hjálm í skólann.
- Umferð vélknúinna ökutækja er alfarið bönnuð á skólalóð.
Þann 1. janúar 2020 tóku ný umferðalög gildi og bendum við foreldrum á að kynna sér þær en þar er að finna almennar reglur um hjól og önnur hjólaleiktæki.
Hér er einnig síða hjá Samgöngustofu þar sem farið er yfir helstu nýmæli laganna er varða hjólreiðar.