Fréttir

COVID-19

Upplýsingar til foreldra/forráðamanna - Information for parents / guardians

Vont veður

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri um allt land á morgun. Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og vindi um 20 metrum á sekúndu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Þeir foreldrar sem senda börnin í skóla eru beðnir að fylgja þeim til og frá skóla. Þeir foreldrar sem ákveða að börnin verði heima eru beðnir að láta viðkomandi skóla vita.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Nesskóla óskar nemendum, foreldrum, foráðamönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.

SKÓLAR Í FJARÐABYGGÐ VERÐA OPNIR Í DAG

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu.

Slæmt veðurútlit 11.12.2019

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í nótt og í fyrramálið. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talsverðri ofankomu. Fólk er beðið að athuga að talverðar líkur er á því að skólahald leik-, grunn-, og tónskóla geti raskast vegna þessa.

Jólaföndur foreldrafélagsins og níunda bekkjar

Fimmtudaginn 28. nóvember 16:30 - 18:30

Ný fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar

Kynningafundir um fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar

Fávitar + karlmennskan

Fyrirlestur í boði foreldrafélags Nesskóla

Endurskin í skammdeginu

Skammdegismyrkrið er ansi svart um þessar mundir og líkur á hálku á morgnana töluverðar. Gott er að finna til endurskinsmerkin og hengja á úlpur og töskur svo allir sjáist vel þegar þeir koma gangandi eða hjólandi í skólann, Yngri börnin eiga helst ekki að koma á hjóli á þessum árstíma og þeir sem vilja hjóla verða að vera með ljós á hjólinu sínu og fara varlega. Í skólanum er útivera a.m.k. tvisvar á dag og mikilvægt að allir séu klæddir þannig að þeir njóti útiverunnar. Hlífðarbuxur, hlý peysa, húfur og vettlingar eru nauðsynjar auk þess að vera vel skóaður.