Fréttir

MYGLA Í HÚSNÆÐI TÓNSKÓLA NESKAUPSTAÐAR

Staðfest hefur verið að mygla er í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar. Vinna við lagfæringar er hafin.
Lesa meira

Vetrarfrí og fréttabréf

Hér er hægt að finna fréttabréfið fyrir Mars. Njótið vetrarfrísins og sjáumst endurnærð þriðjudaginn 15.mars.
Lesa meira

1.mars

Enn er Covid að stríða okkur og fellur því kennsla niður hjá 7.-10.bekk á morgun, þriðjudag 1.mars.
Lesa meira

Mánudagur 28.febrúar

Vegna covid veikinda hjá starfsfólki verður ekki skóli hjá 7.-10.bekk á morgun, mánudaginn 28.febrúar.
Lesa meira

Lopadagur

Komið þið sæl Á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar, verður lopadagur í Nesskóla. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í fatnaði úr ull eða lopa (eða einhverju sambærilegu) til að brjóta upp hversdaginn og skarta hlýjum og þjóðlegum fatnaði um leið og við gæðum okkur á þorramat í hádeginu :) Kveðja Febrúarhópur
Lesa meira

SKÓLAHALD MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI Á MORGUN MÁNUDAG, 7.FEBRÚAR

Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð í fyrramálið.
Lesa meira

Samskiptadagur 28.janúar fellur niður

Samskiptdagur sem átti að vera 28.janúar mun færast til 22.mars. Fimmtudagurinn 28.janúar verður því bara með eðlilegu móti.
Lesa meira

ATH sýnataka í Neskaupstað

Hérna má sjá tíma í sýnatöku sem verður í Neskaupstað um helgina. ATH þið verðið að bóka sýnatöku á Reyðarfirði en farið í sýnatöku í Neskaupstað. Björgunarsveitahúsi Gerpis laugardag 9:00 - 10:00 og sunnudag kl. 9:00 - 10:00
Lesa meira

Þriðjudagurinn 18.janúar

1.-7.bekkur í skólanum.
Lesa meira

Takmarkað skólastarf mánudaginn 17.janúar

Á morgun, mánudaginn 17.janúar verður kennsla með takmörkunum í Nesskóla vegna sóttkvíar og einangrunar starfsmanna og nemenda.
Lesa meira